Nínó og Coco

 

 

nino_a_ond20_1254741.jpg

 

 

 

 

 

 

 

ISFTCH Ljósavíkur Nínó


Nínó er nú til afnota á tíkur sem uppfylla heilsufarskröfur HRFÍ. Hann hefur genasamsetningu sem gefur brúnt.


Nínó er Íslenskur Veiðimeistari og stigahæsti hundur á veiðiprófum árið 2014. Hann er úr okkar ræktun og uppfyllir allar heilsufarskröfur HRFÍ til ræktunar og er að auki CNM clear.


Hann hefur 8 sinnum fengið 1. einkunn á veiðiprófum í úrvals flokki og unnið flokkinn 5 sinnum.

Hann hefur verið sýndur á hundasýningu á vegum HRFÍ með einkunnina Good.


Nínó er með mjög gott geðslag, yfirvegaður og kraftmikill veiðihundur. Er þægilegur í þjálfun og afskaplega rólegur heimilishundur.
Hann er undan innfluttum foreldrum sem sem koma frá Bandaríkjunum og heita þau MPR Jazztime Pouncing Tiger og ISFTCH The Captain´s Ljósavíkur Coco WC.


Allir hvolpar undan Nínó hafa forgang á retriever/veiði námskeiði hjá mér sem ég held reglulega.


Tiger kemur úr öflugri field trial ræktun og hefur gefið af sér mikið af góðum veiði- og veiðiprófs hundum sem hafa staðið sig vel á veiðiprófum á Íslandi. Hann náði þeim árangri að ná titlinum Master Pointing Retriever rétt áður en hann kom til Íslands þá rétt rúmlega eins árs gamall.

Coco er Íslenskur veiðimeistari og er stigahæsti hundur á veiðiprófum árið 2012, með bronsmerki í hlýðni og Working Certified frá USA
 Hún kemur úr topp field trial ræktun þar sem mikið er af National Field Champion hundum. National Retriever Championship veiðipróf er haldið einu sinni á ári.  Það eru um 100 bestu veiðiprófs hundar Banaríkjana sem keppa um titilinn, National Retriever Championship. þátttöku rétturinn er að hafa unnið hefðbundið veiðipróf (Field Trial) allavega einu sinni á keppnis árinu. Oft taka um 50 til 100 hundar þátt í svona venjulegu prófi. Þannig að allir hundarnir sem taka þátt hafa unnið veiðipróf innan við ári áður. Coco hefur eins og Tiger gefið af sér mikið af góðum veiði- og veiðiprófshundum.

Nánari upplýsingar á pointinglab@internet.is eða í síma 824-4184


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband